Skondin uppákoma varð á blaðamannafundi Brasilíu fyrir leikinn gegn Króatíu. Leikmaðurinn Vinicius Junior sat fyrir svörum þegar köttur stökk skyndilega upp á borðið og kom sér þægilega fyrir. Vinicius gat ekki haldið áfram máli sínu fyrir hlátri og svo fór að fjölmiðlafulltrúi Brasilíu greip köttinn og sleppti honum á gólfið svo mörgum viðstöddum brá. Köttinn sakaði þó ekki og hann fór bak við borðið.
Brasilía vann Suður Kóreu 4-1 í 16 liða úrslitunum og Króatía vann Japan í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli og framlengingu.
Leikur Króatíu og Brasilíu klukkan 15 verður sýndur beint á RÚV og upphitun í HM stofunni hefst klukkan 14:30. Leikur Hollands og Argentínu hefst klukkan 19 og verður hann sýndur beint á RÚV 2. Upphitun í HM stofunni hefst 18:30.