Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

8 liða úrslit HM hefjast í dag - Köttur truflaði Brassa

epa10350416 Vinicius Junior of Brazil (2L) celebrates Raphinha (L), Lucas Paqueta (2R) and Neymar (R) after scoring the 1-0 during the FIFA World Cup 2022 round of 16 soccer match between Brazil and South Korea at Stadium 974 in Doha, Qatar, 05 December 2022.  EPA-EFE/Abedin Taherkenareh
 Mynd: EPA-EFE - EPA

8 liða úrslit HM hefjast í dag - Köttur truflaði Brassa

09.12.2022 - 06:00
Fyrri leikirnir tveir í 8-liða úrslitunum á HM í fótbolta fara fram í dag og í kvöld. Króatía og Brasilía mætast klukkan 15 og Holland og Argentína klukkan 19. Sigurliðin í þessum leikjum mætast svo í undanúrslitum á þriðjudaginn.

Skondin uppákoma varð á blaðamannafundi Brasilíu fyrir leikinn gegn Króatíu. Leikmaðurinn Vinicius Junior sat fyrir svörum þegar köttur stökk skyndilega upp á borðið og kom sér þægilega fyrir. Vinicius gat ekki haldið áfram máli sínu fyrir hlátri og svo fór að fjölmiðlafulltrúi Brasilíu greip köttinn og sleppti honum á gólfið svo mörgum viðstöddum brá. Köttinn sakaði þó ekki og hann fór bak við borðið.

Brasilía vann Suður Kóreu 4-1 í 16 liða úrslitunum og Króatía vann Japan í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli og framlengingu.

Leikur Króatíu og Brasilíu klukkan 15 verður sýndur beint á RÚV og upphitun í HM stofunni hefst klukkan 14:30. Leikur Hollands og Argentínu hefst klukkan 19 og verður hann sýndur beint á RÚV 2. Upphitun í HM stofunni hefst 18:30.