Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Valur og Keflavík á toppnum

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú

Valur og Keflavík á toppnum

08.12.2022 - 22:04
Valur og Keflavík eru jöfn á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir að níunda umferð deildarinnar hófst í kvöld með fjórum leikjum.

Íslandsmeistarar Vals höfðu betur í spennandi leik gegn ÍR í Breiðholti 77-83 og Keflavík lagði Hött, 71-62. Mikil spenna var í leikjum kvöldsins. Haukar náðu Blikum að stigum í þriðja sætinu en þeir Stjörnuna í háspennuleik í Garðabæ 76-77. 

Valur og Keflavík eru með 14 stig á toppnum, tveimur stigum á undan Haukum og Breiðabliki sem á leik til góða. Stjörnunni mistókst að ná Haukum að stigum og er enn með 8 stig í sjöunda sæti. Haukar eru með 12 stig og þar fyrir neðan Njarðvík og Tindastóll með 10 stig.

Umferðinni lýkur annað kvöld með tveimur leikjum, Njarðvík-KR og Grindavík-Breiðablik.

Úrslit og staðan í deildinni