Í tillkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur segir m.a. að Andrea sé sigursælasti hlaupari kvenna á Íslandi 2022. Hún er Íslandsmeistari í maraþoni en hún sigraði í Reykjavíkurmaraþoninu á öðrum besta tíma kvenna frá upphafi. Þá er hún Íslandsmeistari í 5 km, 10 km og 8 km víðavangshlaupi. Andrea sigraði í Laugaveghlaupinu á nýju brautarmeti kvenna, ásamt því að sigra í öllum stærstu hlaupakeppnum hér á landi á árinu.
Snorri með afrek í skíðagöngu og hlaupi
Snorri náði besta árangri skíðagöngumanns á Íslandi frá upphafi á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Á Ólympíuleikunum náði hann 23. sæti í 50 km skíðagöngu með frjálsri aðferð, 29. sæti í 30 km skiptigöngu, 36. sæti í 15 km skíðagöngu með hefðbundinni aðferð og varð í 19. sæti í liðasprettinum.
Snorri varð einnig í 13. sæti á alþjóðlegu FIS móti í 15 km með frjálsri aðferð. Snorri er einnig þrefaldur Íslandsmeistari í skíðagöngu á árinu, í 10 km göngu með frjálsri aðferð, 15 km með hefbundinni aðferð og í 1 km sprettgöngu. Þá sigraði Snorri einnig í 10 km hlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu.
Valur lið ársins
Karlalið Vals í handbolta varð Íslands-, bikar-, og deildarmeistari á árinu og hefur byrjað yfirstandandi keppnistímabil vel en liðið trónir á toppi úrvalsdeildarinnar. Þá hafa Valsmenn einnig vakið athygli fyrir vasklega framgöngu í Evrópudeildinni.