Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Dætur Pelés segja hann langt í frá dauðvona

epa10348378 Soccer fans participate in a vigil waiting for the recovery of Brazilian former soccer player Pele, in front of Albert Einstein Hospital in Sao Paulo, Brazil, 04 December 2022. The Brazilian football legend, 82, was taken into hospital on 29 November.  EPA-EFE/ISAAC FONTANA
 Mynd: EPA-EFE - EFE

Dætur Pelés segja hann langt í frá dauðvona

05.12.2022 - 06:08
Dætur brasilísku fótboltagoðsagnarinnar Pelé segjast þess fullvissar að hann snúi aftur þegar hann hefur jafnað sig af öndunarfærasýkingu. Þær segja heilsu Pelés ekki í mikilli hættu en hann hefur legið á Albert Einstein sjúkrahúsinu í Sao Paulo síðan á þriðjudaginn.

Þær systur, Kelly Arantes Nascimento og Flavia Arantes Nascimento,  segja að vitaskuld sé Pelé orðinn roskinn, og hann sé veikur en hann hafi fengið sýkingu í kjölfar COVID-19 fyrir þremur vikum.

Þær hafna sömuleiðis kenningum brasilískra fjölmiðla að Pelé sé í lífslokameðferð vegna ristilkrabbameins, heldur gangi meðferðin ljómandi vel og segja að faðir þeirra liggi á almennri deild.

Þær segja því víðsfjarri sannleikanum að Pelé sé dauðvona. Í gær safnaðist hópur aðdáenda knattspyrnumannsins saman við sjúkrahúsið og bað fyrir heilsu hans.  

Tengdar fréttir

Fótbolti

Pelé er kominn í lífslokameðferð

Erlent

Áttræður Pelé ánægður með andlega heilsu