Þær systur, Kelly Arantes Nascimento og Flavia Arantes Nascimento, segja að vitaskuld sé Pelé orðinn roskinn, og hann sé veikur en hann hafi fengið sýkingu í kjölfar COVID-19 fyrir þremur vikum.
Þær hafna sömuleiðis kenningum brasilískra fjölmiðla að Pelé sé í lífslokameðferð vegna ristilkrabbameins, heldur gangi meðferðin ljómandi vel og segja að faðir þeirra liggi á almennri deild.
Þær segja því víðsfjarri sannleikanum að Pelé sé dauðvona. Í gær safnaðist hópur aðdáenda knattspyrnumannsins saman við sjúkrahúsið og bað fyrir heilsu hans.