Í ljósi sögunnar snýr aftur

Mynd: RÚV / RÚV

Í ljósi sögunnar snýr aftur

17.11.2022 - 17:16

Höfundar

Í fyrramálið hljómar einn vinsælasti útvarpsþáttur landsins á Rás 1 eftir nokkurt hlé. Hlaðvarpsdrottningin Vera Illugadóttir fjallar að þessu sinni um sögu Katar í tilefni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.

Það má eiga von á að margir spenntir landsmenn komi sér vel fyrir við viðtækið í fyrramálið klukkan 09:05 því þá snýr Vera Illugadóttir loksins aftur með hinn geysivinsæla útvarpsþátt Í ljósi sögunnar. Hann mun hljóma á Rás 1 en fer þaðan beint inn á allar helstu hlaðvarpsveitur.

Í ljósi sögunnar þarf vart að kynna fyrir neinum enda hefur þátturinn verið verið einn sá vinsælasti hér á landi um árabil. Þeir eru nú orðnir vel á annað hundrað talsins, hver öðrum betri.

Á morgun er fjallað um sögu Persaflóaríkisins Katar, þar sem heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram í ár. Við sögu koma meðal annars perlukafarar og þrælar, fiðrildi og einn alræmdasti sjóræningi arabískrar sögu - og frumkvöðull í sjóræningjatísku - sem hélt til í Katar og herjaði á skip á Persaflóa. 

Þátturinn hefst sem fyrr segir á föstudagsmorgunn klukkan 9:05 en kitlu úr honum má hlýða á í spilaranum hér fyrir ofan.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Sjö spennandi þættir Í ljósi sögunnar fyrir sumarið

Menningarefni

Þáttur um oxycontin valinn sá besti Í ljósi sögunnar