Vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara

Þing así 10 október 2022
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV
VR, Landssamband íslenskra verzlunarmanna og Starfsgreinasambandið hafa vísað kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 

Lífskjarasamningurinn sem undirritaður var árið 2019 rann út um síðustu mánaðamót. Viðræður hafa staðið yfir við Samtök atvinnulífsins síðustu vikur, en ekki er samningur í sjónmáli og ekki forsendur til að halda viðræðum áfram að óbreyttu, segir í tilkynningu VR. 

„Stéttarfélögin kalla eftir markvissum aðgerðum til að ná niður verðbólgu en atvinnurekendur hafa ekkert fram að færa. Á meðan atvinnurekendur hlusta ekki á raddir tugþúsunda einstaklinga sem fyrir þá starfa í samningaviðræðum eins og þeim sem staðið hafa yfir síðustu vikur verður að leita annarra leiða,“ segir í tilkynningunni.

Því hefur verið ákveðið að vísa viðræðunum til ríkissáttasemjara.