Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Kafarar rannsaka skemmdirnar á NordStream-gasleiðslunum

10.10.2022 - 05:30
epa02996038 The logo of the company Nord Stream is seen in Lubmin near Greifswald, Germany, 08 November 2011. The Baltic Sea pipeline between Germany and Russia goes into operation on 08 November. In an symbolic act Russian President Dmitry Medvedev and the German Chancellor Angela Merkel will open the gas tap.  EPA/STEFAN SAUER
 Mynd: EPA
Þýski sjóherinn og lögreglan hafa sett saman rannsóknarhóp sem ætlað er að rannsaka skemmdir á NordStream-gasleiðslunum á botni Eystrasalts. Ætlunin er að kafa niður að leiðslunum nærri Borgundarhólmi og mynda skemmdirnar.

Frá þessu var greint í nótt bæði í danska ríkisútvarpinu og því norska. Þjóðverjar leggja sitt af mörkum til rannsóknarinnar með því að senda kafara lögreglunnar þangað niður sem lekinn varð.

Tundurduflaslæðari með hermenn innanborðs verður á svæðinu en aðrir sigla þangað með lögreglubáti. 

„Það er „skýrt mat“ danskra yfirvalda að leiðslurnar voru vísvitandi skemmdar,“ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur á blaðamannafundi.

Mynd með færslu
 Mynd: Nord Stream 2