Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sextíu og sex börn dáin í Gambíu vegna hóstameðala

epa09972287 Tedros Adhanom Ghebreyesus, Director General of the World Health Organization (WHO) takes an oath after his reelection, during the 75th World Health Assembly at the European headquarters of the United Nations in Geneva, Switzerland, 24 May 2022.  EPA-EFE/SALVATORE DI NOLFI
 Mynd: EPA
Talið er að 66 börn hafi látist í Gambíu vegna hóstameðala sem framleitt er af indverska lyfjafyrirtækinu Maiden Phermaceuticals. Alþjóðaheilbrigðisstofnuin (WHO) hefur hafið rannsókn á málinu og varar við notkun meðalanna.

Framkvæmdarstrjóri WHO Tedros Adhanom Ghebreyesus sagði á fréttamannafundi í gær að fjórar tegundir af hóstasafti og kvefmeðali frá Maiden Pharmaceuticals hafi valdið bráðri nýrnabilun og dauða meðal barna.

WHO hefur gefið út viðvörun við vörunum á vefsíðu sinni; þær eru Promethazine Oral Solution, Kofexmalin Baby Cough Syrup, Makoff Baby Cough Syrup and Magrip N Cold Syrup. Meðulin hafa verið innkölluð og tekin úr sölu.

Samkvæmt viðvörun WHO hafa meðulin aðeins fundist í Gambíu, en gætu hafa ratað til annara landa í gegnum „óformlega markaði.“

Í júlí urðu mikil flóð í Vestur-Afríkuríkinu. Síðan þá hefur orðið aukning í nýrnasjúkdómum, sem rekja má til þess að skólp blandaðist vatninu. E. coli-bakterían hefur fundist í þvagi barna á flóðasvæðunum og heilbrigðisráðuneyti Gambíu hefur sagt að hluta dauðsfallanna 66 megi rekja til þess. 

peturm's picture
Pétur Magnússon
Fréttastofa RÚV