Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Rússar og Úkraínumenn hafna friðartillögum Musks

epa10223935 Ukrainian soldiers prepare to tow a captured Russian tank near the recently recaptured city of Kupyansk in Kharkiv's area, Ukraine, 04 October 2022. The Ukrainian army pushed Russian troops from occupied territory in the northeast of the country in a counterattack. Kharkiv and surrounding areas have been the target of heavy shelling since February 2022, when Russian troops entered Ukraine starting a conflict that has provoked destruction and a humanitarian crisis.  EPA-EFE/VASILIY ZHLOBSKY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Rússnesk yfirvöld hafna alfarið tillögum auðkýfingsins Elons Musk um leiðir til að binda enda á stríðsátökin í Úkraínu. Úkraínumenn gera slíkt hið sama en Musk lagði auk annars til að kosið yrði á ný undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna um innlimun héraðanna fjögurra Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia.

Dmitry Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar, sagði íbúa héraðanna þegar hafa tekið sína afstöðu og því verði ekki breytt. Peskov sagði þó jákvætt að maður á borð við Musk leitaði friðsamlegra lausna.

Musk notaði Twitter til að koma hugmyndum sínum á framfæri sem auk framangreinds voru að Rússar héldu Krímskaga sem innlimaður var 2014 og að Úkraína fengi stöðu hlutlauss ríkis. 

Myk­hai­lo Podolyak, ráðgjafi Volodymyrs Zelensky Úkraínuforseta, lagði til á móti að öll héruð Úkraínu skyldu endurheimt úr höndum Rússa, Krím þar á meðal.

Auk þess skyldi Rússland algerlega afvopnað og stríðglæpamenn sóttir til saka. Podolyak sagði það betri friðaráætlun en þá sem Musk lagði til. Síðar sagði Musk tillögu sína hafa verið hugsaða til að koma í veg fyrir allsherjarstríð með því mannfalli sem því fylgdi.