Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fréttir: Vonandi síðasta vaxtahækkunin

05.10.2022 - 18:37
Seðlabankastjóri segir að nú sé það í höndum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda að tryggja að verðbólgan lækki enn frekar, en aðgerðir Seðlabankans hafi skilað árangri. Vaxtahækkunin í morgun sé vonandi sú síðasta í þessu ferli.

Tekist hefur að safna fyrir sjúkraflugi manns sem legið hefur þungt haldinn á sjúkrahúsi á Spáni í rúman mánuð. Aðstandendur mannsins vilja halda söfnuninni áfram fyrir annan Íslending í sömu stöðu.

Flóttafólk sem væntanlegt er í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Borgartúni þarf að ganga örna sinna í gámi á bílastæðinu fyrir utan húsið. Ráðherra segir þetta ásættanlegt en ekki ákjósanlegt.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, stefnir á að leiða ríkisstjórn flokka báðum megin við miðju, að loknum kosningum í næsta mánuði. Hún boðaði til kosninganna í dag - eftir að vantrauststillaga vofði yfir. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV