Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fiskiskipið Jökull ÞH strandaði við Raufarhöfn

05.10.2022 - 17:04
Mynd: Gunnar Páll Baldursson / Aðsent
Fiskiskipið Jökull ÞH strandaði í innsiglingunni á Raufarhöfn á fjórða tímanum í dag. Skipið var á leið úr höfn eftir löndun. Gunnar Páll Baldursson, hafnarvörður á Raufarhöfn, segir að svo virðist sem skipið hafi rekið undan vindi og upp í grynningar í innsiglingunni.

Taug var komið um borð í björgunarskipið Gunnbjörgu og nú er reynt er að draga Jökul á flot. Þá er búið að koma festu í land. Gunnar Páll segir að háflóð sé milli hálf sex og sex og vonast til að þá náist skipið á flot.

Uppfært kl.17:25

Jökull komst aftur á flot um fimm leytið.

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV
Olofre's picture
Ólöf Rún Erlendsdóttir