Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Færeyingar vilja ekki kjósa 1. nóvember

05.10.2022 - 20:33
Mynd með færslu
 Mynd: KVF
Færeyingar vilja fá að greiða atkvæði í dönsku þingkosningunum einhvern annan dag en þann 1. nóvember næstkomandi. Kaj Leo Holm Johannesen, fyrrverandi lögmaður Færeyja, greinir frá því á Facebook að á þeim degi minnist Færeyingar árlega þeirra sem farist hafa á sjó.

Í færslunni kveðst hann vonast til þess að Færeyingar þurfi ekki að fara á kjörstað sama dag.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti í morgun að kosið yrði til þings í landinu 1. nóvember. Hún sagði að það væri vissulega undarlegt að Danir gengju til þingkosninga á ótryggum tímum jafnt innanlands sem utan, en þetta væri vilji meirihluta danska þingsins.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV