Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ekvador: 15 fangar féllu í blóðugu gengjastríði

epa09034694 Soldiers guard the Zonal 8 Deprivation of Liberty Center, one of the four Ecuadorian prisons where riots took place a day earlier, in Guayaquil, Ecuador, 24 February 2021. The number of deaths rose to 79 in a chain of violent clashes in multiple prisons in Ecuador, attributed by the authorities to a dispute between gangs for control of prisons, while not ruling out drug trafficking.  EPA-EFE/Marcos Pin
Þungvopnaður hermaður á verði við eitt af nokkrum fangelsum í Ekvador þar sem blóðugir bardagar brutust út milli stríðandi glæpagengja í febrúar 2021. Þau átök mörkuðu upphaf þeirrar vargaldar sem enn ríkir í ekvadorskum fangelsum. Mynd: epa
Minnst 15 fangar létu lífið og enn fleiri særðust í blóðugum óeirðum í einu af mörgum yfirfullum fangelsum Ekvadors á mánudag. Í tilkynningu frá fangelsismálayfirvöldum segir að til harðra og mannskæðra átaka hafi komið í einu af fangelsum landsins með þeim afleiðingum að minnst fimmtán fangar dóu og ekki færri en 20 særðust.

Ekvadorska fangelsiskerfið er í molum og sannkölluð vargöld hefur ríkt í yfirfullum fangelsum landsins síðustu misseri. Stríðandi glæpagengit bítast  um völdin innan fangelsismúranna rétt eins og utan þeirra. Frá því í febrúar 2021 hafa yfir 400 fangar fallið í átta grimmdarlegum fjöldamorðum og bardögum sem öll eru talin tengjast fíkniefnaviðskiptum.