Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Svante Pääbo fær Nóbelinn í læknisfræði

Sænski vísindamaðurinn Svante Pääbo, í gráum jakka með gleraugu, í viðtali.
 Mynd: EPA
Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði og læknisfræði í ár. Verðlaunin hlýtur hann fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins.

Nóbelnefndin í Stokkhólmi greinir frá þessu á Twitter.

Pääbo er frumkvöðull í rannsóknum á erfðafræði Neanderdalsmannsins, nánasta ættingja nútímamannsins. Hann var með þeim fyrstu til að raðgreina erfðamengi Neanderdalsmanna. Hann uppgötvaði nýja manntegund, hinn svokallaða Denisova-mann.

Pääbo starfar hjá Max Planck-stofnuninni í Leipzig í Þýskalandi. Hann hlýtur 10 milljónir sænskra króna (um 130 milljónir íslenskra króna) í verðlaunafé.

peturm's picture
Pétur Magnússon
Fréttastofa RÚV