Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Mjótt á mununum í kosningum í Bosníu

epa10219183 Milorad Dodik, a candidate for the President of Republika Srpska entity of Bosnia and Herzegovina, casts his vote in the country's general elections, in Banja Luka, Bosnia and Herzegovina, 02 October 2022. More than three million Bosnian citizens are expected to vote in the country's general elections in which 90 political parties and 10 candidates for the three Bosnian Presidency members were registered. The Bosnian Presidency according to the country's constitution always has to have three members, a Bosniak, a Serb, and a Croat, representing the three main ethnic groups  EPA-EFE/ALEKSANDAR GOLIC
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bosníuserbinn Milorad Dodik virðist ætla að ná endurkjöri sem einn þriggja forseta Bosníu-Hersegóvínu, ef marka má bráðabirgðaniðurstöður úr kosningunum þar í landi.

Kosninganóttin var nokkuð óreiðukennd. Mótframbjóðandi Dodik um forsetastól serbneska hluta landsins, Jelena Trivic, kom mörgum á óvart og lýsti yfir sigri í kosningunum. 

Nokkrum klukkustundum síðar lýsti Dodik einnig yfir sigri, en hann hefur gegnt hlutverki forseta Republica Srbska um árabil, auk þess að hafa setið sem fulltrúi Bosníuserba í forsætisráði.

Samkvæmt bosnísku kjörstjórninni hafði Dodik hlotið 49 prósent atkvæða þegar 82 prósent atkvæða höfðu verið talin. Trivic hafði hlotið um 42 prósent atkvæða.

Bosníu-Hersegóvínu er skipt í tvo hluta, Republica Srbska annars vegar og hins vegar Sambandslýðveldið Bosnía-Hersegóvína, sem skipt er í tíu kantónur og lýtur stjórn Bosníumúslima og Króata. 

Í gær voru haldnar kosningar um forsetaembættin þrjú, auk fjölda annarra embætta og þingsæta á hinum ýmsu stjórnsýslustigum. Kosningarnar fara fram í skugga einna hörðustu innanríkisdeila í þrjá áratugi, þegar borgarastríð geysaði í ríkinu.

Dodik sækist nú eftir því að hefja sitt þriðja kjörtímabil sem leiðtogi Bosníuserba. Hann hefur árum saman kallað eftir því að Serbar fái enn frekara sjálfstæði frá Sambandslýðveldinu.

Í kappinu um forsetastól Bosníumúslima sigraði prófessorinn Denis Becirovic sitjandi forsetann Bakir Izetbegovic með miklum meirihluta atkvæða.

peturm's picture
Pétur Magnússon
Fréttastofa RÚV