Alþjóðlegt matarboð í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend

Alþjóðlegt matarboð í Menntaskólanum á Tröllaskaga

03.10.2022 - 15:00

Höfundar

Stærðarinnar alþjóðlegt matarboð var haldið í lok síðustu viku í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Nemendur frá Ítalíu og Spáni lögðu leið sína í Ólafsfjörð þar sem þeir matreiddu og borðuðu hefðbundinn íslenskan mat með íslensku nemunum.

Vilja kynnast menningu landanna í gegn um matarhefð þeirra

Ida Semey, verkefnastjóri erlendra verkefna í Menntaskólanum á Tröllaskaga, segir verkefnið sprottið út frá því að kynnast menningu landanna í gegn um matarhefð þeirra.

„Hugmyndin var semsagt í raun verið að kynna okkar matarmenningu fyrir nemendum og láta þá taka þátt í að elda með okkur. Þau semsagt voru bæði á fimmtudag og föstudag að elda og skreyta salinn og bjóða svo til hátíðarkvöldverðs þar sem forseti Íslands kom og tók þátt í að vera með okkur.“

Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend
Erlendu nemarnir unu sér vel með forseta Íslands

Hefðbundnir íslenskir réttir á borðum

Meðal þeirra hefðbundnu íslenska rétta sem boðið var upp á voru brauðtertur, kjötsúpa, soðið brauð, kleinur, saltfiskur og marengsterta. Ida segir gaman að sjá hve viljugir starfsmenn og nemendur voru að leggja verkefninu lið. „Ritarinn var að steikja soðið brauð með krakkana frammi og kleinur þannig að það eru einhvern veginn allir sem hafa tekið þátt í að gera þetta að flottum kvöldverð.“

Og velvildarinnar var ekki aðeins auðsýnd frá nemendum og starfsfólki skólans því fyrirtæki í nágrenninu lögðu verkefninu einnig lið með styrkveitingum í formi hráefnis á borð við fisk, kjöt og grænmeti.

Tengdar fréttir

Stjórnmál

Vill að hollt verði aðgengilegra en óhollt

Neytendamál

Færeyingar deila mat með löndum sínum sem líða skort

Umhverfismál

Mjólkurneysla minnkar en osturinn aldrei vinsælli