Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sjö huggulegar haustplötur

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Sjö huggulegar haustplötur

02.10.2022 - 15:12

Höfundar

Október er hafinn og haustið er rækilega búið að stimpla sig inn um land allt með tilheyrandi roki og dimmum morgnum. Tími kertaljóss, heimakósí og huggulegrar tónlistar er runnin upp.

Það sem af er ári hefur ógrynni íslenskrar tónlistar komið út. Vefritstjórn mælir með sjö huggulegum haustplötum sem hjálpa hlustendum við að lenda mjúklega í haustlægðinni.


Arny Margret – intertwined

Söngkonan Árný Margrét hefur vakið verðskuldaða athygli bæði hér á landi og erlendis að undanförnu fyrir þjóðlagatónlist sína. Hún var tilnefnd sem bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í fyrra og hitar upp fyrir bandarísku hljómsveitina Wilco á þrennum tónleikum í apríl á næsta ári.


Gabríel Ólafs - Solon Islandus

Gabríel Ólafsson skrifaði undir samning hjá plötusamning hjá Decca Records, dótturfélagi útgáfurisans Universal Music Group. Hann semur og flytur nýklassíska tónlist og platan Solon Islandus er innblásin af skáldskap Davíðs Stefánssonar.


GDRN og Magnús Jóhann -Tíu íslensk sönglög

Platan geymir tíu íslenskar tónlistarperlur sem sungin eru af GDRN við undirleik Magnúsar. Þau hafa bæði komið mikið fram undanfarin ár, bæði sem tvíeyki og með hljómsveit.


Benni Hemm Hemm – Lending

Lending er fjórtánda hljóðversplata hins fjölhæfa Benna Hemm Hemm. Hann á að baki farsælan og fjölbreyttan feril og hlaut m.a. tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2005 og 2007.


ZAAR, RAKEL og Salóme Katrín - While We Wait

Tónlistarkonurnar Sara Flindt (ZAAR), Rakel Sigurðardóttir og Salóme Katrín Magnúsdóttir sendu frá sér splitt-skífunni While We Wait fyrr á árinu. Á plötunni eru lög hverrar og einnar fyrir sig auk titil lags plötunnar sem þær unnu saman.


Axel Flóvent - You Stay by the Sea

Deluxe-útgáfa plötunnar You Stay by the Sea inniheldur áður óheyrðar viðbætur á samnefndri plötu sem kom út í fyrra. Platan er sú fyrsta sem hann sendir frá sér í fullri lengd og þar njóta indískotnar lagasmíðar popparans sín.


Una Torfa - Flækt og týnd og einmana

Frumraun Unu Torfa hefur vakið athygli fyrir einlæga og vandaða texta sungna listilega við áheyrilega popptóna.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Átta hrífandi bækur í haustlægðinni

Menningarefni

Sex spennandi hlaðvörp fyrir síðsumarið

Tónlist

Hinsegin smellir á hátíðardegi

Kvikmyndir

Sex sígildar sumarmyndir fyrir sólarlaus sumarfrí