Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Silfrið: Fréttir, ástandið í Bretlandi og staða NATO

02.10.2022 - 10:34
Sigríður Hagalín Björnsdóttir hefur umsjón með Silfri dagsins. Í fyrsta hluta koma til hennar til að ræða fréttir vikunnar þau Guðrún Hálfdánardóttir dagskrárgerðarmaður á Rás 1, Karen Kjartansdóttir almannatengill, Gísli Freyr Valdórsson viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins og Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur.

Næstu gestir eru þau Gylfi Magnússon, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, og Sigrún Davíðsdóttir, fréttaskýrandi í London, og fjalla um efnahagsástandið í Bretlandi.

Að lokum er rætt við Artur Gruszczak, prófessor í félagsvísindum og öryggismálasérfræðing við Jagiellonian háskólann í Krakow í Póllandi, um breytta stöðu Atlantshafsbandalagsins.

 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV