Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Þór kominn til Vestmannaeyja

Mynd með færslu
 Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg
Í dag sigldi nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar til Vestmannaeyja. Fjölmenni var við höfnina til að taka á móti skipinu sem var afhent Eyjamönnum við hátíðlega athöfn i dag. Skipið var blessað og því gefið nafnið Þór.

Á morgun frá klukkan 13 til 18 getur almenningur komið að skoða Þór við bryggju á Tanganum í Eyjum.

Að sögn Arnar Smárasonar, verkefnastjóra sjóbjörgunar hjá Landsbjörg, ríkti mikil eftirvænting fyrir komu skipsins í Vestmannaeyjum.

Þór er fyrsta skipið af þremur sem Landsbjörg hefur gengið frá kaupum á. Þetta er stærsta fjárfestingarverkefni slysavarnafélagsins til þessa. Sjóvá hefur styrkt smíðar á skipunum um 142,5 milljónir króna, en í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að skipin muni stytta viðbragðstíma félagsins á sjó um helming í flestum tilfellum. Í tilkynningunni segir ennfremur að skipin skipti miklu máli fyrir öryggi sjófarenda í kringum landið og séu einnig hönnuð með það í huga að geta aðstoðað við björgunarverkefni á landi, til að mynda með því að tryggja fjarskipti á fáförnum stöðum. 

KewaTec í Finnlandi annast smíðar á nýju björgunarskipunum þremur.

„Áfram er unnið að fjármögnun 10 björgunarskipa til viðbótar enda er það markmið Landsbjargar að endurnýja öll þrettán björgunarskip sín,“ segir í tilkynningunni.

Mynd með færslu
 Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg
Mynd með færslu
 Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg
Mynd með færslu
 Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg
Mynd með færslu
 Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg