Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Gripnir á Kastrup með 240 milljónir í reiðufé

Mynd með færslu
 Mynd: CC - Wikimedia Commons
Sjö manns, þar af minnst sex sænskir ríkisborgarar, voru handteknir á Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn á fimmtudagsmorgun með jafnvirði um það bil 240 milljóna króna í reiðufé í ýmsum gjaldmiðlum. Þetta kom fram í yfirheyrslum yfir mönnunum í héraðsdómi Kaupmannahafnar að morgni föstudags.

Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins, DR. Fulltrúar saksóknaraembættisins halda því fram að mennirnir hafi ætlað að fljúga með peningana til Þýskalands og að rökstuddur grunur sé um að féð sé afrakstur glæpastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti.

Sjömenningarnir eru allir sakaðir um stórfellt peningaþvætti. Þeir neita sök, en voru engu að síður úrskurðaðir í 24 daga gæsluvarðhald.