Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Væri synd ef þetta myndi hverfa

Mynd: RÚV / RÚV

Væri synd ef þetta myndi hverfa

29.09.2022 - 09:00

Höfundar

Guðrún Ýr, GDRN, og Magnús Jóhann flutti tvö lög af nýju plötu sinni, Tíu íslensk sönglög, í Vikunni með Gísla Marteini síðastliðna helgi.

„Þetta byrjaði svolítið út frá því að við sungum á afmælishátíð Vigdísar Finnbogadóttur Rósina og hugsuðum, við erum búin að gera svo margar útsetningar og þær eru bara svolítið flottar og það er svolítil synd að þær bara hverfi,“ sagði Guðrún Ýr um tilurð plötunnar.

Tvíeykið hefur undanfarið ár komið fram víða, bæði sem dúett og með hljómsveit. Platan sem gefin er út af Reykjavík Record Shop geymir tíu lög sungin af GDRN við meðleik Magnúsar í útsetningu þeirra tveggja. „Pælingin var svolítið að curate-a, svo ég sletti nú á ensku, eitthvað flott lagasafn og búa til eitthvað heildstætt,“ segir Magnús. „Þótt þetta séu Mannakorn yfir í Hjálma yfir í þjóðhátíðarlag frá 1962 og að það myndi hljóma svolítið eins og þetta hefði alltaf verið samið á sama tíma.“

Mynd: RÚV / RÚV
GDRN og Magnús Jóhann flytja Hvert östutt spor

Tengdar fréttir

Tónlist

Vök og Hinsegin kórinn frumflytja nýtt lag

Tónlistargagnrýni

Strípað, næmt og stillt

Popptónlist

GDRN og Magnús Jóhann - 10 íslensk sönglög

Menningarefni

Ölvaðir þrestir rifu kjaft við Mugison