Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Þykk saltskán í raflínum á Austfjörðum veldur truflunum

28.09.2022 - 12:00
Mynd með færslu
 Mynd: Hafliði Bjarki Magnússon - RARIK
Línumenn RARIK standa nú í ströngu á Austfjörðum við að skafa salt af rafmagnslínum en mikið salt hlóðst á línur í óveðrinu á sunnudag. Saltið veldur því að einangrar hætta að virka svo leiðir út og hefur verið straumlaust í sunnanverðum Fáskrúðsfirði, Berufirði, Álftafirði, Hamarsfirði og víðar.

Hafliði Bjarki Magnússon, verkstjóri RARIK á Austurlandi, segist aldrei hafa séð svo mikið salt á einangrurum. Línumenn þurfi að klifra upp í hvern staur og skafa burt þykka skán og er verkið mjög seinlegt. Vonir standa til að rigning sem spáð er á morgun hjálpi til og skoli saltið burt. 

 

 

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV