Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Stórfelld neyð yfirvofandi á Haítí

epa10199348 United Nations Secretary General Antonio Guterres speaks during a high-level United Nations Security Council meeting about the ongoing conflict in Ukraine on the sidelines of the General Debate of the UN General Assembly at UN Headquarters in New York, New York, USA, 22 September 2022.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna á Haítí lýsir ástandinu þar sem stórfelldri neyð. Örvænting landsmanna hefur náð nýjum hæðum að mati sendinefndarinnar en ofbeldisfullar óeirðir hafa staðið yfir í meira en hálfan mánuð.

Mótmælt hefur verið víðs vegar um landið með blóðugum átökum og gripdeildum eftir að Ariel Henry forsætisráðherra tilkynnti að styrkir til eldsneytiskaupa yrðu afnumdir.

Ráðherrann greindi frá ákvörðun sinni 11. september með þeim orðum að framlagið væri of kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð. Ríkisstjórnin ræður ekkert við voldug glæpagengi í landinu og þjónusta við almenna borgara er orðin af skornum skammti.

Helen La Lime, sem fer fyrir sendinefnd Sameinuðu þjóðanna á Haítí, greindi frá þessu á neyðarfundi öryggisráðsins í gær.

„Gríðarlegur efnahagsvandi ríkir í landinu, glæpahópar fara um með ofbeldi og stjórnmálin eru í upplausn,“ segir hún. Þessi vandamál hafi orðið til þess að hörmungar blasa við í mannúðarmálum á Haítí.