Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Geimfarið DART skall á Dimorfos í kvöld

epa10207227 An undated handout picture made available by the National Aeronautics and Space Administration (NASA) shows an illustration of NASA's Double Asteroid Redirection Test (DART) spacecraft prior to impact at the Didymos binary asteroid system (issued 26 September 2022). NASA announced that DART will intentionally collide with its target asteroid -- which poses no threat to Earth -- at 7:14 p.m. EDT on 26 September 2022,  as the 'world's first mission to test technology for defending Earth against potential asteroid or comet hazards'. DART will provide important data to help better prepare for an asteroid that might pose an impact hazard to Earth, it added.  EPA-EFE/NASA/JOHNS HOPKINS APL/STEVE GRIBBEN HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - NASA
Geimfar Geimferðastofnunar Bandaríkjanna NASA skall á smástirninu Dimorfos á um tuttugu og þriggja þúsund kílómetra hraða þegar klukkan var stundarfjórðung gengin í tólf á miðnætti.

Frá þessu var greint á vef NASA í kvöld og sjá mátti og heyra vísindamenn og verkfræðinga fagna vel unnu verki. DART, sem er skammstöfun fyrir Double Asteroid Redirection Test, var á stærð við fólksbíl.

Með árekstrinum stendur til að hnika örlítið sporbraut Dimorfos um móðurhnöttinn Dídýmos. Myndavélakerfi DART skrásetti atburðinn allt þar til áreksturinn varð en á næstu mánuðum verður fylgst með hvort tekist hafi að breyta braut Dimorfosar. 

Tilgangur NASA er að láta reyna á hvort unnt sé að breyta stefnu fyrirbæra í geimnum sem mögulega gætu ógnað lífi á jörðinni og koma þannig í veg fyrir að mannkyns bíði sömu örlög og risaeðlanna sem talið er að hafi orðið aldauða þegar loftsteinn rakst á jörðina fyrir milljónum ára. 

Með í för var lítið gervitungl, LICIACube, sem fylgdist með árekstrinum úr 50 kílómetra fjarlægð. Innan tveggja ára hyggst Geimferðastofnun Evrópu senda geimfar til Dimorfos til að meta árangurinn.