Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ákærð fyrir að senda mynd af lim eiginmannsins

27.09.2022 - 13:03
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Héraðssaksóknari hefur ákært konu fyrir kynferðisbrot sem hún er sögð hafa framið í ágúst fyrir tveimur árum. Henni er gefið að sök að hafa sent mynd af getnaðarlim þáverandi eiginmanns síns, og tvær nektarmyndir af annarri konu sem sýndu brjóst hennar, í tölvupósti til tveggja einstaklinga.

Héraðssaksóknari segir að háttsemin hafi verið til þess fallin að særa blygðunarkennd eiginmannsins og konunnar.

Maðurinn krefst þess að eiginkonan þáverandi verði dæmd til að greiða honum tvær milljónir í miskabætur og hin konan vill eina milljón í miskabætur. Ákæran var nýverið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV