Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Kvöldfréttir: Tjónið mest á Austurlandi og Austfjörðum

26.09.2022 - 18:51
Hættustig vegna óveðurs er enn í gildi á Suður- og Austurlandi. Ljóst er að tjónið er mest á Austurlandi þar sem enn hefur ekki tekist að leggja mat á umfangið vegna veðurhamsins.

Há sjávarstaða ásamt miklu hvassviðri olli miklu tjóni á Oddeyri á Akureyri í gær. Eigandi verkstæðis segir sein viðbrögð hafa valdið tugmilljóna tjóni. 

Forstjóri Landsnets segir rafmagnsleysið sem varð á landinu í gær mun alvarlegra en í hvellinum mikla 2019. Orkumálaráðherra segir óásættanlegt að ekki búi allir landsmenn við orkuöryggi. 

Giorgia Meloni, líklegur næsti forsætisráðherra Ítalíu sló hófsaman tón í sigurræðu sinni í nótt. Bandalag hægri flokka sem hún leiðir virðist ætla að fá meirihluta í báðum deildum ítalska þingsins

Þótt eplauppskeran sé undir meðallagi í haust spáir eplabóndi á Akranesi góðum afrakstri að ári. Háuppskerutími epla er um þessar mundir. 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV