Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Gular viðvaranir og lokaðir vegir

25.09.2022 - 07:45
Mynd með færslu
 Mynd: Friðrik Árnason
Versta veðrið er afstaðið en þó er enn vonskuveður á Austfjörðum og Suðausturlandi. Þar eru gular viðvaranir í gildi fram undir miðnætti. Margir vegir eru enn lokaðir fyrir umferð milli Hornafjarðar og Fáskrúðsfjarðar.

Fylgst er með helstu fréttum og tilkynningum vegna veðursins í beinni textalýsingu hér að neðan. Hægt er að senda myndir og myndskeið á netfangið [email protected].