Fyrsta haustlægðin á leiðinni

23.09.2022 - 11:03
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
„Þetta er fyrsta haustlægðin,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir allt landið nema Suðurland.

Birta segir fólk orðið vant veðrinu sem hefur verið í september og ekki séu allir meðvitaðir um skellinn sem sé að koma núna. „Við þekkjum þetta, inn með trampólínin og garðhúsgögnin og fólk á að binda niður lausamuni.“

„Við erum að koma okkur í haustgírinn, það kemur almennileg gusa annað kvöld, helst norðvestanlands.“ Suðvestanátt verður ríkjandi þangað til að sunnudagsmorgun að sögn Birtu en þá snýst í norðvestanátt og von á slyddu eða snjókomu norðan til. Hvasst verður á austurlandi og gular viðvaranir gætu jafnvel orðið að appelsínugulum. 

ingibjorgsg's picture
Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Fréttastofa RÚV