Yfirlýsing væntanleg frá Carlsen vegna gefinnar skákar

epa05641496 Chess players Magnus Carlsen (L) of Norway, the reigning world chess champion, contemplates his next move against Sergey Karjakin (R), of Russia, during round 8 of the World Chess Championship in New York, New York, USA, 21 November 2016. The
 Mynd: EPA

Yfirlýsing væntanleg frá Carlsen vegna gefinnar skákar

22.09.2022 - 04:15
Norðmaðurinn Magnus Carlsen, fimmfaldur heimsmeistari í skák, lofar yfirlýsingu síðar um ástæður þess að hann gaf viðureign sína við bandaríska skákmanninn Hans Niemann á netskákmótinu Julius Baer Generation Cup. Þangað til þurfi fólk að draga eigin ályktanir líkt og hingað til.

Þeir Niemann mættust 19. september en Carlsen sakaði Bandaríkjamanninn um að hafa rangt við á öðru skákmóti fyrir nokkrum vikum. Danska ríkisútvarpið fjallar um málið á vef sínum.

Carlsen var í gær inntur eftir ástæðum ákvörðunar sinnar. Hann sagðist gjarna vilja geta tjáð sig frekar í samtali við norsku sjónvarpsstöðina TV2 og skákmiðilinn Chess24.

Hann sagðist þó, að svo komnu, ekki geta upplýst hví hann ákvað að stíga til hliðar úr skákinni á mánudag. Fólk yrði bara að hinkra ögn og draga eigin ályktanir.

„Ég verð þó að segja að mér þykir mikið til taflmennsku Niemanns koma og mér finnst leiðbeinanda hans hafa tekist sérlega vel til,“ sagði Carlsen.

Hann kveðst hafa fullan skilning á að staðan sé erfið fyrir skákíþróttina en að brýnt sé að einbeita sér að yfirstandandi móti. Carlsen hét því loks að birta yfirlýsingu um ástæður sínar snemma í næstu viku.  

Tengdar fréttir

Skák

Carlsen gaf skákina gegn Niemann

Innlent

Skákheimurinn nötrar eftir að Carlsen dró sig úr keppni

Skák

Ætlar ekki að verja titilinn

Skák

Er Magnus Carlsen besti skákmaður sögunnar?