„Því ekki kann lögreglan að meta það“

Mynd: RÚV / RÚV

„Því ekki kann lögreglan að meta það“

18.09.2022 - 21:00

Höfundar

Fréttaskýringaþátturinn Kveikur hlaut Edduverðlaunin sem Frétta- eða viðtalsþáttur ársins. „Ég held að mér hafi aldrei þótt jafn vænt um þetta hérna og akkúrat núna,“ sagði Þóra Arnórsdóttir í þakkaræðu sinni.

„Vegna þess að á þessum tímum er ótrúlega mikilvægt að fá að vita, finna og skynja að þið fagfólkið og áhorfendur kunnið að meta hvað við erum að gera,“ segir Þóra Arnórsdóttir sem hélt þakkaræðu fyrir hönd umsjónarmanna Kveiks. „Því ekki kann lögreglan að meta það.“ Hún gagnrýnir lögregluna fyrir að veigra sér ekki frá því að kalla blaðamenn til yfirheyrslu og krefja þá um að gefa upp heimildarmenn sína eins og ekkert sé eðlilegra.  

„Takk þið góða, öfluga og samheldna Kveiksteymi sem er tilbúið að vaða eld og brennistein til að framleiða eins gott efni og við getum,“ segir hún að lokum.  

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Edduverðlaunin afhent