Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Morðingja Lennons synjað um reynslulausn í tólfta sinn

14.09.2022 - 03:02
epa06969060 (FILE) - People gather and sing songs by John Lennon and the Beatles during a vigil marking the 36th anniversary of Lennon's death at the Strawberry Fields memorial in Central Park in New York, New York, USA, 08 December 2016 (reissued 24 August 2018). The British musician was murdered on 08 December 1980 by Mark David Chapman, who was sentenced to 20-years-to-life. According to media reports on 24 August 2018, Chapman was denied parole again for the tenth time. In 2020, he will be up for the next parole.  EPA-EFE/ALBA VIGARAY
Hinn 8. desember ár hvert safnast fólk saman við Strawberry Fields Forever-minnismerkið í Central Park og leggur þar niður blóm og myndir og annað til að minnast Johns Lennons, sem var myrtur í borginni á þessum degi árið 1980. Mynd: epa
Mark David Chapman, morðingja Johns Lennons, var nýverið synjað um reynslulausn í tólfta sinn. Greint er frá þessu á vef bandaríska almannaútvarpsins NPR.

Chapman, sem skaut breska tónlistarmanninn Lennon til bana í New York-borg í Bandaríkjunum árið 1980, var á sínum tíma dæmdur lífstíðarfangelsi með möguleika á reynslulausn eftir 20 ára fangavist.

Hann sótti um reynslulausn við fyrsta tækifæri, árið 2000, og hefur gert það með tveggja ára millibili allar götur síðan en jafnan verið synjað, nú síðast í nýliðnum ágústmánuði.

Samkvæmt frétt CNN frá 2004 sendi ekkja Lennons, listakonan Yoko Ono,  nefndinni sem fjallar um mál Chapmans líka erindi á tveggja ára fresti, í það minnsta í fyrstu þrjú skiptin sem hann sótti um reynslulaunsn, og fór fram á að honum yrði haldið áfram í fangelsi.

Ósamrýmalegt velferð og öryggi almennings

Í frétt NPR segir að fangelsismálayfirvöld í New York hafi ekki enn birt úrskurð sinn og röksemdafærslu fyrir synjuninni að þessu sinni. 2018, þegar Chapman sótti um reynslulausn í 10. skipti, hafi nefndin sem fjallar um slíkar beiðnir hins vegar greint frá því, að það væri „ósamrýmanlegt velferð og öryggi samfélagsins“ að láta hann lausan, enda hefði hann gert sig beran að „fullkomnu skeytingarleysi“ um mannlegar þjáningar.

Chapman, sem nú er 67 ára gamall, getur næst sótt um reynslulausn í febrúar 2024.