Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Google Play hendir út samfélagsmiðli Trumps

31.08.2022 - 01:38
epa08879865 US President Donald Trump walks before boarding Marine One on the South Lawn of the White House in Washington, D.C., USA, 12 December 2020. Trump is going to attend the 121st Army-Navy Football Game at  United States Military Academy in West Point.  EPA-EFE/YURI GRIPAS / POOL
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Mynd: EPA-EFE - BLOOMBERG POOL
Samfélagsmiðillinni Truth Social, í eigu fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donalds Trumps, hefur verið fjarlægður af forritinu Google Play. Á Google Play sækja meirihluti notendur síma með Android stýrikerfi smáforrit, svo framvegis gætu notendur slíkra snjallsíma átt erfitt með að hlaða niður samfélagsmiðlinum umdeilda.

Brjóta gegn skilmálum með að leyfa ofbeldisefni

Google segir að Truth Social brjóti gegn skilmálum fyrirtækisins, með því að leyfa notendum að hvetja til ofbeldis og hóta líkamsmeiðingum.

Samfélagsmiðillinn hefur átt erfitt uppdráttar síðan honum var hleypt af stokknum í apríl, en þá voru um ein og hálf milljón manna sem fengu ekki aðgang að miðlinum, heldur voru settir á biðlista vegna tæknilegra örðugleika.

epa08927297 (FILE) - A close-up image showing the Twitter app on an iPhone in Kaarst, Germany, 08 November 2017 (reissued 08 January 2021). Twitter announced on 08 January 2021 that it has permanently suspended US President Donald J. Trump's Twitter account 'due to the risk of further incitement of violence'.
The move comes after various groups of President Trump's supporters broke into the US Capitol in Washington, DC and rioted as Congress met to certify the results of the 2020 US Presidential election.  EPA-EFE/SASCHA STEINBACH
 Mynd: EPA

Truth Social verði að fara eftir sömu reglum og aðrir

Devin Nunes, framkvæmdastjóri Truth Social hefur áður kallað Google einokunar fyrirtæki, en talsmenn Google segja sömu skilmála gilda um öll forrit sem þau bjóði notendum sínum að sækja. Það sé í höndum forsvarsmanna Truth Social að fylgja settum reglum. 

Truth Social var svar Donalds Trumps við miðlunum vinsælu Facebook og Twitter, eftir að honum var úthýst af þeim síðarnefnda fyrir ítrekuð brot á reglum þeirra um dreifingu falsfrétta og áróðurs.