Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Mannskæð flóð í Súdan

19.08.2022 - 03:08
epa08656124 A child tries to bypass the water to get to the house amid the severe flooding in the Umm Dum area, east of Khartoum, Sudan, 08 September 2020. The Nile?s flooding usually helps farmers in boosting the fertility of their lands, but this year the flooding is so severe that it has caused a dire situation in Sudan, the flood killed at least 100 people, injured dozens and left thousands homeless. Reports add that the floods threaten Sudan?s ancient archeological sites.  EPA-EFE/MOHAMMED ABU OBAID
Ungur drengur veður vatnselginn á leiðinni heim til sín í Umm Dum-héraði í Súdan, austur af höfuðborginni Kartúm í lok regntímabilsins haustið 2020. Yfir 100 manns fórust í flóðum í landinu það ár og minnst 77 hafa farist það sem af er þessu ári. Mynd: epa
Tugir hafa týnt lífinu í vatnsveðri og flóðum í Afríkuríkinu Súdan í sumar. Ár hafa flætt yfir bakka sína viða um land, allt frá Nílarhéraði í norðaustri til Darfur í suðvestri, og valdið miklu tjóni á húsum og öðrum mannvirkjum.

Talsmaður almannavarna í Súdan, hershöfðinginn Abdul-Jalil Abdul-Rahim, greindi frá því í gær að minnst 77 manns hafi farist í flóðum í landinu frá því að rigningatímabilið hófst í maí og talið er að um það bil 14.500 heimili hafi eyðilagst.  Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna áætla að hamfarirnar hafi bitnað illa á um 136.000 manns til þessa. Búist er við að þessar tölur eigi enn eftir að hækka áður en rigningatímabilinu lýkur í október. 

Mátuleg flóð eru blessun en mikil flóð til bölvunar

Bændur í Súdan reiða sig á að Níl og fleiri ár flæði yfir bakka sína á rigningartímanum, til að tryggja uppskeru á öðrum tímum. Stundum gerist það þó að flóðin eru það mikil að það er til vandræða líkt og nú. Sú hefur verið raunin síðustu þrjú ár. Yfir 100 manns fórust í flóðum í Súdan árið 2020 og flóðin í fyrra eru sögð þau mestu sem þar hafa orðið í 60 ár.