Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Gular viðvaranir í gildi í allan dag

19.08.2022 - 07:05
Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands
Gular veðurviðvaranir eru í gildi fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra í allan dag. Allhvöss eða hvöss norðanátt verður á svæðinu, hvassast á Vestfjörðum og sunnanverðu Snæfellsnesi. Þetta er varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Þá verður mikil rigning við Djúpið og á Ströndum með auknum likum á skriðuföllum. Einnig mun vaxa talsvert í ám og lækjum þannig að þær geta orðið illfærar.

Skúrir verða í öðrum landshlutum. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suður- og Suðausturlandi. Rigning norðanlands á morgun og skúrir austantil á landinu. Þurrt að mestu annars staðar. Norðan strekkingur víðast hvar. Svalt fyrir norðan, en hiti að 16 stigum syðst.

 

astahm's picture
Ásta Hlín Magnúsdóttir