Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Úrhelli og hætta á skriðuföllum

18.08.2022 - 21:12
Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands
Gul veðurviðvörun tekur gildi fyrir Vestfirði og Norðurland vestra klukkan eitt eftir miðnætti. Viðvörunin gildir alveg fram á annað kvöld. Búist er við úrhellisrigningu á Ströndum og í Ísafjarðardjúpi líkur taldar á skriðuföllum. Þá er einnig gert ráð fyrir að vaxi mikið í ám sem geri þær illfærar.
oddurth's picture
Oddur Þórðarson
Fréttastofa RÚV