Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Tunglflaug NASA kominn á skotpallinn í Flórída

epa10125103 The SLS rocket with an Orion capsule, part of the Artemis 1 mission, is being transported from the NASA’s Vehicle Assembly Building to pad 39B at Kennedy Space Center in Merrit Island, Florida, USA, 16 August 2022. The Artemis 1 mission is an uncrewed test flight of the Orion spacecraft and the first launch of the SLS. The Artemis is an ongoing space mission run by NASA with the goal of landing the first female astronaut and first astronaut of color on the Moon.  EPA-EFE/CRISTOBAL HERRERA-ULASHKEVICH
SLS-geimflaugin sem flytur Orion-tunglflaugina langleiðina á áfangastað er nær 100 metra löng og getur flutt allt að 95 tonna farm út í geiminn Mynd: EPA-EFE - EPA
Ný Orion-tunglflaug bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA var í gær flutt á skotpallinn í Kennedy-geimferðamiðstöðinni í Flórída í Bandaríkjunum ásamt risavaxinni eldflauginni sem flytur hana langleiðina til tunglsins í fyrsta áfanga Artemis-áætlunar NASA. Til stendur að skjóta flauginni á loft 29. ágúst.

Þessi fyrsti leiðangur, Artemis 1, verður ómannaður. Hann markar upphafið að röð tunglferða og könnunarleiðangra, sem leggja eiga grunninn að mönnuðum framtíðarleiðöngrum til Mars og þaðan af lengra út í geiminn. Orion-tunglflaugin mun fara nokkra hringi á sporbaug um tunglið til að undirbúa mannaðar tunglferðir í náinni framtíð.

Artemis mun flytja fyrstu konuna til tunglsins 2025

Heiti nýju tunglleiðangranna er engin tilviljun, því Artemis er gyðja mánans og tvíburasystir gríska guðsins Apolló. Síðasta mannaða ferðin til tunglsins var farin með Apollo 17-geimfarinu árið 1972.

Til stendur að geimfarar verði um borð í tunglflauginni í Artemis 2-leiðangrinum sem áætlaður er árið 2024. Þeir munu þó ekki stíga fæti á tunglið því flauginni verður heldur ekki lent í þeim leiðangri.

Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Bill Nelson, forstjóra NASA, að það eigi að gerast í þriðja leiðangrinum, Artemis 3, árið 2025, og að þá muni kona stíga fæti á tunglið í fyrsta sinn. Síðan er ætlunin að halda áfram til Mars á fjórða áratug aldarinnar, eða snemma á þeim fimmta.