Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Táknmálstúlkaðar fréttir: Borgin kynnti bráðaaðgerðir

18.08.2022 - 18:40
Borgarráð telur að hægt sé að fjölga leikskólaplássum um ríflega 550 á þessu ári með sérstökum bráðaaðgerðum sem kynntar voru í dag. Foreldrar segja svör borgarinnar hins vegar óskýr og óboðleg.

Ef stjórnvöld vilja að heilbrigðisþjónusta hér sé í fremstu röð verður að auka fjárveitingar, segir formaður fagráðs Landspítala. Lengi hafi verið varað við þeirri stöðu sem spítalinn sé nú kominn í. 

Verulega hefur dregið úr eldgosinu í Meradölum. Hraunflæði var þrisvar sinnum meira í upphafi en það er nú. Aftur á móti er strókavirkni núna meiri, og kvikan þeytist hærra upp í loftið en áður.

 

Forseti Úkraínu vill að Sameinuðu þjóðirnar beiti sér til að stöðva árásir við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Úkraínu. Fundur þeirra og forseta Tyrklands var í Úkraínu í dag, rétt eftir mannskæðar sprengjuárásir Rússa

Á Sauðárkróki fer nú fram golfmaraþon þar sem hópur ungra kylfinga ætlar að spila að minnsta kosti þúsund holur í dag. 

Kvöldfréttir hefjast klukkan sjö og eru táknmálstúlkaðar í spilaranum hér að ofan.

 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV