Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Liz Truss líklegur arftaki Boris Johnsons

epa10070093 British Foreign Secretary and Conservative Leadership candidate Liz Truss speaks at the launch event for her campaign to become the next leader of the Tory Party and Prime Minister, in London, Britain, 14 July 2022. There are six candidates remaining in the race.  EPA-EFE/TOLGA AKMEN
 Mynd: EPA
Liz Truss, þingmaður breska íhaldsflokksins, hefur þrjátíu og tveggja prósentustiga forskot á keppinaut sinn Rishi Sunak, í baráttunni um sæti forsætisráðherra í Bretlandi.

66% vilja Truss sem næsta forsætisráðherra

Þetta kemur fram í nýrri fylgiskönnun sem Sky News birti í dag. Þá voru flokksmenn beðnir að svara hvorn frambjóðandann þeir hyggðust kjósa sem arftaka Boris Johnsons, þá sögðust sextíu og sex prósent vilja Truss en þrjátíu og fjögur prósent kusu Sunak.

Um fjórðungur flokksmanna kusu ekki og sögðust ekki enn hafa gert upp hug sinn.

Flokksmenn eiga allir að greiða atkvæði fyrir 2. september og ljóst verður hver tekur við embætti forsætisráðherra 5. september.