Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ekki hætta hér á landi af kjarnorkuslysi í Zaporizhzhia

18.08.2022 - 09:51
FILE - In this handout photo taken from video and released by Russian Defense Ministry Press Service on Aug. 7, 2022, a general view of the Zaporizhzhia Nuclear Power Station in territory under Russian military control, southeastern Ukraine. The Zaporizhzhia plant is in southern Ukraine, near the town of Enerhodar on the banks of the Dnieper River. It is one of the 10 biggest nuclear plants in the world. Russia and Ukraine have accused each other of shelling Europe's largest nuclear power plant, stoking international fears of a catastrophe on the continent.  (Russian Defense Ministry Press Service via AP, File)
 Mynd: AP - RÚV
Rússar segja að engin þungavopn séu nærri kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og ástæðulaust að óttast kjarnorkuslys þar. Harðir bardagar hafa verið þar í nágrenninu síðustu daga og er varað við alvarlegum afleiðingum af þeim.

Kjarnorkuverið er eitt helsta áhyggjuefni alþjóðastofnana. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Recep Tayiip Erdogan, forseti Tyrklands og Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, hittast í Lviv í Úkraínu í dag til að ræða þá ógn og fleiri tengdar stríðsátökunum. Kjarnorkuverið hefur verið á valdi Rússa síðan í mars en úkraínskir starfsmenn ganga þar vaktir á meðan barist er í kringum það.

Gísli Jónsson, viðbúnaðarstjóri Geislavarna ríkisins, var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Gísli segir að kjarnorkuverið sé vel hannað og þar ætti ekki að geta orðið slys af svipaðri stærð og í Chernobyl. Þótt stórt slys yrði næði hættuleg mengun væntanlega ekki til Íslands. „Ef það verður slys þá kemur geislamengun yfir allan heiminn örugglega, stórt slys það er að segja, en svona einhver mengun sem væri hættuleg væri mjög staðbundin. Ef við lítum  til Norðurlandanna; þau hafa engar áhyggjur af þessu en þau eru samt alveg 1000 eða 1500 kílómetrum nær kjarnorkuverinu og kjarnorkuverið er í 3500 kílómetra fjarlægð.“