Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tyrkir og Ísraelsmenn taka upp opinber samskipti á ný

17.08.2022 - 14:33
FILE - Turkish Foreign Minister Mevlut Cavusoglu, right, and Israeli Foreign Minister Yair Lapid pose for photos before their talks, in Ankara, Turkey, June 23, 2022. Israel and Turkey will restore full diplomatic relations and dispatch ambassadors for the first time in years, the latest step in months of reconciliation between the two countries, the Israeli prime minister's office said Wednesday, Aug. 17, 2022. The two countries, once friendly, had a more than decade-long falling out, but earlier this year Israel and Turkey began a process of rapprochement. (Necati Savas, Pool Photo via AP, File)
 Mynd: AP - RÚV
Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, hyggst taka upp diplómatísk tengsl við Tyrki að nýju eftir stirð samskipti ríkjanna í áraraðir. Þá munu sendiherrar og ræðismenn ríkjanna tveggja starfa í löndunum að nýju.

Blásið köldu milli ríkjanna frá 2008

Samskipti ríkjanna tveggja tóku að kólna eftir árið 2008, þegar blóðug átök hófust milli Ísraels- og Palestínumanna á Gaza.

Samskiptin ríkjanna voru svo fryst algerlega árið 2010. Þá voru tíu almennir borgarar felldir í skyndiárás Ísraelsmanna á tyrkneskt skip, sem var á leið með vistir til Palestínumanna.

Síðasta „góða“ tímabil milli 2016 til 2018

Árið 2016 var gerð atlaga að því að lappa upp á milliríkjasamskipti Ísraelsmanna og Tyrkja, en sá friður var skammvinnur, og ríkin slitu samskiptum aftur undir lok árs 2018.

Utanríkisráðherra Tyrklands, Mevlut Cavusoglu, sagði við fréttamenn í dag að ákvörðunin yrði ekki til þess að draga úr stuðning þeirra við Palestínumenn. Þau myndu þvert á móti geta sýnt stuðning sinn betur í verki, með því að hafa sendiherra starfandi í Ísrael.