Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Táknmálstúlkaðar fréttir: Stærsta kókaínmál sögunnar

17.08.2022 - 18:35
Fjórir eru í haldi vegna 100 kílóa af kókaíni sem fundust í vörusendingu á leið til landsins. Þetta er langmesta magn sem lögregla hér á landi hefur lagt hald á í einu.

Það næst aldrei sátt um vikurflutninga á Suðurlandi, að mati umhverfisráðherra. Hann leggst algjörlega gegn áformunum. 

Aðilar vinnumarkaðarins segja lífskjarasamninginn hafa skilað kjarabótum til launafólks og kaupmáttur launa aukist á samningstímanum. Kaupmáttur var hærri en nokkru sinni fyrr í byrjun árs, en hefur minnkað í sumar. 

Úkraínsk þingkona vill að þau lönd sem hafi fryst eignir rússneskra auðmanna gefi úkraínsku þjóðinni peningana. Ef Úkraínumenn haldi út þangað til bann við olíukaupum tekur gildi um næstu áramót geri það Rússum erfitt fyrir.

Lögregla stöðvaði í dag bíla ferðamanna sem hugðust ganga að eldgosinu á Reykjanesskaga enda var lokað vegna veðurs. Ferðamenn báru sig vel þrátt fyrir illviðri. 

Kvöldfréttir hefjast klukkan sjö og eru táknmálstúlkaðar í spilaranum hér að ofan.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV