Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Musk segist ætla að kaupa Manchester United

FILE - Tesla and SpaceX Chief Executive Officer Elon Musk speaks at the SATELLITE Conference and Exhibition in Washington on March 9, 2020.  Musk said Saturday, Aug. 6, 2022, his planned $44 billion takeover of Twitter should move forward if the company can confirm some details about how it measures whether user accounts are ‘spam bots’ or real people. (AP Photo/Susan Walsh, File)
 Mynd: AP

Musk segist ætla að kaupa Manchester United

17.08.2022 - 04:20
Hinn umdeildi og hvatvísi milljarðamæringur og frumkvöðull, Elon Musk, lýsti því yfir á Twitter í gærkvöld að hann ætli að kaupa enska fótboltaliðið Manchester United, sem hefur átt í miklu basli upp á síðkastið. Óvíst er hversu mikil alvara er að baki hálfkæringslegri yfirlýsingu Musks, sem hann slengdi fram nokkru eftir að hann birti færslu um afstöðu sína til bandarískra stjórnmála.

„Svo að það sé skýrt, þá styð ég vinstri helming Repúblikanaflokksins og hægri helming Demókrataflokksins,“ skrifaði Musk. Skömmu síðar birti hann svo eftirfarandi færslu: „Einnig, þá ætla ég að kaupa Manchester United, ekkert að þakka“

 

 

Mynd með færslu
 Mynd: rúv - Twitter

 

 

Stórveldi í stökustu vandræðum

Enska liðið, sem lengi hefur verið eitt almesta og verðmætasta stórveldi knattspyrnuheimsins, hefur farið afleitlega af stað á nýbyrjuðu tímabili og situr í neðsta sæti stigatöflunnar eftir tvo fyrstu leikina með ekkert stig og fimm mörk í mínus.

Stuðningsmenn liðsins eru æfir og óánægjan sem kraumað hefur í þeirra röðum með eigendur þess, hina bandarísku Glazer-fjölskyldu, gaus upp af endurnýjuðum krafti þegar liðið tapaði fyrir Brentford með engu marki gegn fjórum á laugardaginn.

Hætti við kaup á Twitter

Manchester United er metið á minnst 2 milljarða sterlingspunda, jafnvirði um 330 milljarða króna, samkvæmt frétt The Guardian. Skammt er síðan Musk rifti einhliða samningi sem hann hafði gert um að kaupa Twitter á 44 milljarða Bandaríkjadala og hefur stjórn Twitter þegar höfðað mál á hendur honum fyrir ólögmætt samningsrof. 

 

Tengdar fréttir

Fótbolti

Allt í blóma hjá Haaland en United tapaði

Tækni og vísindi

Verð á hlutabréfum í Twitter snarlækkaði

Erlent

Telja Twitter í góðri stöðu gegn Musk