Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Musk „ekki að fara að kaupa neitt íþróttafélag“

epa10110167 Harry Maguire of Manchester United reacts after losing the English Premier League soccer match between Manchester United and Brighton Hove Albion in Manchester, Britain, 07 August 2022.  EPA-EFE/Peter Powell EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
Manchester United hefur átt afleitu gengi að fagna í upphafi þessa leiktímabils Mynd: EPA

Musk „ekki að fara að kaupa neitt íþróttafélag“

17.08.2022 - 06:33
Auðkýfingurinn Elon Musk, eigandi Tesla-bílaverksmiðjanna og Space-X geimferðafyrirtækisins, ætlar ekki að kaupa enska fótboltaliðið Manchester United. Í athugasemd við eigin færslu um bandarísk stjórnvöld, sem Musk birti á samfélagsmiðlinum Twitter í gærkvöld, sló hann því fram í hálfkæringi að hann væri líka að fara að kaupa Manchester United. Vakti þetta talsverða athygli og fjaðrafok, ekki síst meðal stuðningsmanna fótboltastórveldisins.

Sjá einnig: Musk segist ætla að kaupa Manchester United

Nokkrum klukkustundum síðar sagðist Musk hins vegar bara hafa verið að grínast. „Nei, þetta er hluti af langvinnu spaugi á Twitter,“ skrifaði hann í svari við spurningu annars Twitter-notanda, „ég er ekki að fara að kaupa neitt íþróttafélag.“ En, bætti hann við, ef hann myndi kaupa íþróttafélag, þá yrði það örugglega Manchester United. 

Tengdar fréttir

Fólk í fréttum

Musk segist ætla að kaupa Manchester United