Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Baðlaugar landsins rétta úr kútnum

17.08.2022 - 15:55
Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend
Baðlaugar landsins hafa náð að rétta vel úr kútnum eftir erfitt ástand í heimsfaraldri árið 2020. Ársreikningar sjö stærstu baðstaða landsins sýndu, árið 2020, fram á samtals rúmlega 250 milljóna króna tap. Með afléttingum á samkomutakmörkunum og fjölgun erlendra ferðamanna er hagnaðurinn orðinn tæplega 230 milljónir króna.

Jarðböðin við Mývatn sýndu fram á öfgakenndustu sveifluna með rúmlega 80 milljón króna tap árið 2020, en tæplega 170 milljón króna hagnaði árið 2021.

Böðin Laugarvatn Fontana, Bláa lónið og Krauma sýndu enn fram á tap árið 2021, en það var töluvert minna en árið áður.
 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV