Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Kosningabaráttan í Brasilíu hefst formlega í dag

epa10115835 Hundreds of Brazilians gather to read pro-democracy manifestos in the framework of the attacks by the President of Brazil Jair Bolsonaro on the electoral process, in Sao Paulo, Brazil, 11 August 2022. Representatives of employers, unions and social movements, as well as jurists, academics and politicians, met at the Law School of the University of Sao Paulo (USP) to protest in defense of the democratic rule of law.  EPA-EFE/Fernando Bizerra
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Kapphlaupið um forsetastólinn í Brasilíu hefst formlega í dag, þriðjudag. Sósíalistinn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi Brasilíuforseti, heldur enn forskoti á núverandi forseta, frjálshyggjumanninn Jair Bolsonaro samkvæmt skoðanakönnunum.

Samkvæmt nýrri könnun Ipec er tólf prósentustiga munur á frambjóðendunum tveimur. Lula fengi 44 prósent atkvæða yrði kosið nú en Bolsonaro 32. 

epa06473730 Former Brazilian President Luiz Inacio Lula da Silva reacts during a meeting in Sao Paulo, Brazil, 25 January 2018. The Workers Party (PT) began a meeting to reaffirm the candidacy of former president Luiz Inacio Lula da Silva, convicted in the second instance for corruption.  EPA-EFE/Fernando Bizerra
 Mynd: EPA-EFE - EFE

Lula, sem ólst upp í fátækt, hafði sig mjög í frammi sem verkalýðsforkólfur og síðar stjórnmálamaður. Hann var kjörinn forseti Brasilíu, eftir þrjár misheppnaðar tilraunir árið 2003.

Hann sat í embætti til 2011 og var einhver vinsælasti forseti í sögu landsins. Lula skildi eftir sig þá arfleifð að tugir milljóna landsmanna risu úr sárafátækt.

En fljótt skipast veður í lofti. Umfangsmikið spillingarhneyksli kaffærði helstu viðskiptajöfra og áhrifamestu stjórnmálamenn Brasilíu. Þeirra á meðal var Lula sem dæmdur var til fangavistar.

epa09466475 The President of Brazil, Jair Bolsonaro, participates in a launch ceremony of the Safe Habite Program, in Brasilia, Brazil, 13 September 2021. Brazilian President Jair Bolsonaro announced a housing financing program aimed at police officers and public security personnel, of whom he said that 'every day they risk their lives' for the whole of society.  EPA-EFE/Joedson Alves
 Mynd: EFE-EPA

Dómurinn kom í veg fyrir að Lula gæti boðið sig fram til forseta að nýju. Þá var Bolsonaro kjörinn forseti. 

Forsetinn ætlar að hefja kosningabaráttu sína í smáborginni Juiz de Fora þar sem minnstu munaði að maður vopnaður hnífi svipti hann lífi meðan á kosningabaráttunni stóð 2018.

Bolsonaro lá helsærður, milli heims og helju á sjúkrahúsi en náði kjöri. Það festi enn frekar í sessi viðurnefnið „goðsögnin“ meðal stuðningsmanna hans. Hann talaði enda tæpitungulaust og var álitinn maðurinn sem rótaði rækilega upp í stjórnmálunum. 

Vinsældir Bolsonaros döluðu mjög vegna viðbragða hans við kórónuveirufaraldrinum sem einkenndust af því mati hans að lítil hætta væri á ferðum.

Demonstrators carry crosses and a large sign with a message that reads in Portuguese: "550 thousand deaths, Bolsonaro!", during a protest demanding the impeachment of Brazilian President Jair Bolsonaro, at the Esplanade of Ministries in Brasilia, Brazil, Saturday, July 24, 2021. Activists called for nationwide demonstrations against Bolsonaro, to demand his impeachment amid allegations of potential corruption in the Health Ministry's purchase of COVID-19 vaccines and his handling of the pandemic. (AP Photo/Eraldo Peres)
 Mynd: AP

Fangavist Lula varð átján mánuðir en í mars á seinasta árið ógilti hæstiréttur landsins dóminn með þeim rökum að Sergio Moro, aðaldómarinn í málinu hefði verið hlutdrægur. Moro varð dómsmálaráðherra í ráðuneyti Bolsonaros.

Lula ætlar að hefja kosningabaráttu sína í bílaverksmiðju Volkswagen í Sao Bernardo do Campo. Verksmiðjan er í hjarta iðnaðarsvæðis Sao Paulo-ríkis þar sem Lula reis til metorða innan verkalýðshreyfingarinnar.

Stjórnmálaskýrandinn Adriano Laureno segir val frambjóðendanna á upphafsstað kosningabaráttunar þrungið merkingu.

Kosningarnar nú séu enda þær sem varpi sterkustu ljósi á ólíka póla stjórnmálanna frá því Brasilía snerist til lýðræðis að nýju, seint á níunda áratug seinustu aldar.