Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hvalur í vanda á Ísafjarðardjúpi

Mynd með færslu
 Mynd: Bryndís Friðgeirsdóttir
Hvalur, hnúfubakur að því talið er, flæktist í neti og bauju í Ísafjarðardjúpi í dag. Starfsmenn frá Hafró huguðu að hvalnum í dag samkvæmt þeim upplýsingum sem fréttastofu hafa borist.

Liðsmenn Björgunarfélags Ísafjarðar sigldu björgunarskipinu Gísla Jóns á níunda tímanum í kvöld þangað sem talið var að hvalurinn væri. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við fréttastofu að þá hafi ekki sést til dýrsins.

Jafnvel er talið að hvalurinn hafi náð að losa sig sjálfur við fjötrana. Björgunarsveitarmenn aðhöfðust því ekkert frekar að sögn Davíðs og liðsinntu strax í kjölfarið vélarvana bát á djúpinu. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV