Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Bæjaryfirvöld jarðsetja óþekkta íbúa Bucha

epa10115914 Workers carry a coffin containing the body of an unidentified person killed in the Bucha district at the time of the Russian occupation, during the mass burial at a cemetery in Bucha, northwest of Kyiv, Ukraine, 11 August 2022. Hundreds of tortured and killed civilians have been found in Bucha and other parts of the Kyiv region after the Russian army retreated from those areas with evidence showing that the Russian forces are behind the atrocities when they were controlling the areas. Bucha as well as other towns and villages in the northern part of the Kyiv region became battlefields when Russian troops tried to reach the Ukrainian capital of Kyiv in February and March 2022. Russian army on 24 February entered Ukrainian territory, starting a conflict that has provoked destruction and a humanitarian crisis.  EPA-EFE/ROMAN PILIPEY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfirvöld í úkraínska bænum Bucha nærri höfuðborginni Kyiv jarðsettu á þriðjudaginn lík fjórtán almennra borgara sem enginn hefur borið kennsl á. Mannfall varð meðal óbreyttra borgara í loftárásum á úkraínskar borgir í gær.

Meira en fjórir mánuðir eru liðnir síðan fréttamenn AFP fundu tuttugu lík í bænum en grunur leikur á að rússneskar hersveitir hafi framið þar stríðsglæpi.

Alls er vitað að 458 almennir borgarar létust meðan Rússar höfðu Bucha á sínu valdi en enginn veit hver fimmtíu þeirra eru. Bæjaryfirvöld ákváðu því að jarða það óþekkta fólk með viðhöfn.

Tvær athafnir eru að baki og AFP hefur eftir Mykhailynu Skoryk-Shkarivska, aðstoðarkonu bæjarstjórans, að til standi að halda þrjár til viðbótar. Íbúar Bucha höfðu engin úrræði önnur en að koma hinum látnu í skyndingu fyrir í fjöldagröfum meðan harðir bardagar geisuðu allt um kring.

Almennir borgarar fórust í sprengjuárásum í gær 

Tveir almennir borgarar fórust í gær þegar Rússar gerðu sprengjuárás á borgina Kramatorsk í Donetsk-héraði. Hún er eina stórborgin í héraðinu sem Úkraínumenn hafa enn yfirráð yfir.

Kona fórst einnig í sprengjuárás Rússa á borgina Zaporizhzhia, suðaustanvert í landinu, að sögn embættismanna á svæðinu. Þúsundir almennra borgara hafa fallið og milljónir eru á vergangi eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst 24. febrúar.