Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tíu þúsund hafa flúið vegna gróðurelda í Frakklandi

11.08.2022 - 10:58
Mynd: AP / RÚV
Yfir sjö þúsund hektarar af skóglendi eru eyðilagðir vegna skæðra gróðurelda sem loga nærri Bordeux, í Suðvestur-Frakklandi.

Meira en þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldflauminn sleitulaust síðustu tvo daga, en segja það nær ómögulegt að hemja hann vegna mikilla þurrka og vinda. Um tíu þúsund manns hafa orðið að yfirgefa heimili sín og fjölmörg hús hafa brunnið.

Þurrkarnir í Evrópu í sumar stefna í að verða þeir mestu í 500 ár. Þeir hafa meðal annars valdið skorti á drykkjarvatni, fiskidauða og truflunum á vöruflutningum. Áframhaldandi hitum er spá í Mið- og Vestur-Evrópu fram í næstu viku og því lagast þetta ástand ekki í bráð. Um þúsund manns hafa látið lífið vegna hitans á Spáni og Portúgal.

epa10115196 A handout photo made available by the communication department of the Gironde Firebrigade SDIS33 shows firemen fighting a forest fire at night near Hostens, in the Gironde region of southwestern France, 11 August 2022.  EPA-EFE/HANDOUT/SDIS 33 HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: AP - RÚV