Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Handtekin fyrir að ræna móður sína milljörðum

epa05323662 A photo made available on 22 May 2016 shows a giant stain produced by a sewage runoff at the cove of Botafogo, in Guanabara Bay where the Sailing competitions at the 2016 Rio Olympic Games will be held, in Rio de Janeiro, Brazil, 21 May 2016.
 Mynd: EPA - EFE
Lögregla í Brasilíu handtók í gær konu sem grunuð er um sviksamlega hegðun við aldraða móður sína. Hún lokkaði hana til að leyfa konu að flytja inn á heimilið, sem þóttist skyggn en stal fé og öðru verðmæti að hundraða milljóna virði.

Konan, sem er frá Rio de Janeiro, er sögð vera dóttir Jean Boghici þekkts listsafnara sem lést árið 2015. Hún er sökuð um að hafa blekkt og kúgað 82 ára gamla móður sína, ekkju Boghicis og erfingja, til að láta af hendi málverk, skartgripi og reiðufé að jafnvirði tæpra tuttugu milljarða íslenskra króna.

Auk dótturinnar eru þrír í haldi lögreglu en vitorðsmenn hennar eru taldir vera fimm. Dóttirinn þóttist vera alvarlega veik og sannfærði móður sína um að um að réttast væri að andlegur heilari flytti inn á heimilið.

Móðirin hafði látið jafnvirði rúmlega hundrað milljóna króna af hendi þegar hana tók að gruna að ekki væri allt með felldu. Þá tóku miðillinn meinti og sökunautar hennar til þess ráðs að ráðast að ekkjunni, ógna henni og halda henni fanginni á heimili sínu.

Þannig leið næstum heilt ár og fangarar gömlu konunnar stálu sextán verðmætum listaverkum og fjölda skartgripa á meðan. Eitt verkanna fannst falið undir rúmi eins hinna grunuðu en önnur voru seld listasöfnum á borð við Safn latnesk-amerískrar listar, Malba í Buenos Aires.