Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fjöldi flugvéla ónýtur eftir sprengingu á herflugvelli

11.08.2022 - 00:30
epa10112854 A handout picture made available by the Department of Information and Press Service of the Head of the Republic of Crimea shows smoke rising after detonations of air munisions at the Saki airfield near the Novofedorovka settlement, Crimea, 09 August 2022. Violation of the fire safety rules is being probed as the main cause of the explosion of ammunition at the Saki airfield in Crimea; there is no sign that they were blown up intentionally, a source at the Russian Defense Ministry said.  EPA-EFE/Press Office of Head of Crimea HANDOUT MANDATORY CREDIT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - https://glava.rk.gov.ru/
Allnokkrar rússneskar flugvélar eyðlögðust í mikilli sprengingu á Saki-herflugvellinum á Krímskaga í fyrradag. Þetta er staðfest með gervihnattamyndum en Rússar segja af og frá að nokkrar flugvélar hafi skemmst.

Rússnesk stjórnvöld staðhæfa enn að sprengingin hafi verið óhapp en greinendur telja það ólíklegt. Úkraínumenn hafa ekki lýst ábyrgð á atvikinu en ónafngreindir embættismenn hafa sagt þá standa að baki árás á flugvöllinn.

Úkraínsk stjórnvöld segja hið minnsta níu flugvélar ónýtar og samkvæmt gervihnattamyndum eru þær ekki færri en sjö. Nokkrar til viðbótar eru stórskemmdar.

Komi í ljós að Úkraínumenn gerðu árás á flugvöllinn gæti stríðið verið að færast upp á annað stig að mati greinenda enda væri þetta þá fyrsta verulega árás þeirra á Krímskaga og flugvöll sem hefur verið miðstöð árása á suðurhluta Úkraínu. 

Sprenging varð á Saki-herflugvellinum á Krímskaga sem Rússar ráða 9. ágúst 2022. Mikið tjón varð á búnaði og flugvélum.
 Mynd: PLANET LABS PBC/AP
Gervihnattamynd af Saki-herflugvellinum á Krímskaga